Línueftirlit

Í gær var heiðskýrt, 6 stiga frost en NA 6 m/sek, sem sagt fallegt veður.

Fór með Nukissiorfiit mönnum í eftirlitsferð á línuna. Skoðuðum 15 möstur. Notuðum snjósleða, nei ég meina vélsleða, til að klifra fjöllin og það var ekkert skilyrði að það væri snjór undir þeim. Það er ekki mikill snjór hér í fjöllunum svo til að geta komist á milli mastra þurfti oft að keyra á grjóti.

Vélsleðar

Á þessum gömlu Yamaha bröltum við í fjöllunum, hvort sem það var snjór eða urð og grjót undir.

Hafið það gott um páskana

Kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni

Rolf kvaddur

Það er búin að vera blíða hér undanfarið með smá undantekningum, venjulega er hér hægviðri, heiðskýrt og frostið frá 5 og niður í 10 gráður. En svo koma dagar á milli þar sem er snjókoma og stundum nálgast þetta að vera bilur.

Á mánudaginn kvöddum við Rolf. Hann er búinn að vera hjá Nukissiorfiit í um 30 ár og þótti komið nó enda orðinn 69 ára gamall. Hann flytur nú til barnana sinna í Noregi. Hann hefur verið duglegur við að koma mér inn í lífið hér í Ilulissat og á ég eftir að sakna hans.

Pétur Bjarni

Það getur tekið á að vinna hjá Landsvirkjun og er ekki bara skrifborðsvinna. Hér er ég í eftirlitsferð með háspennulínunni.

Bestu kveðjur frá Ilulissat og hafið það sem best um páskana.

Pétur Bjarni

Hafnarfjarðargata hér í Ilulissat

Í gær var frábært veður, logn, sól, heiðskýrt og 13 stiga frost en í dag er A 13 m/sek og frostið rétt um 2 gráður. Þetta er fljótt að breytast.

Virkjunin rúllar bara eins og venjulega.

Á rölti mínu um daginn sá ég þetta flotta götuskilti, sem sagt að það er gata hér sem heitir Hafnarfjarðargata.

Hafnarfjarðargata

Hafnarfjörður frægur hér, einhver sagði að Hafnarfjörður og Ilulissat væru vinarbæir.

afmæli

Í tilefni dagsins var slegið undir köku í vinnuni, flott og bragðgóð :)

Hundar Ilulissat

Nokkrir hundar klárir í sleðaferðina.

Ilulissat

Húsin hér á Grænlandi eru öll máluð í skrautlegum og flottum litum.

Ilulissat

Það er glæsilegt útsýnið úr bænum út á Diskóflóan og sérstaklega í svona flottu veðri.

Góðar kveðjur frá Ilulissat og hafið það sem best. Það er allt í lagi að kvitta fyrir komuna :)

Pétur Bjarni

Mættur enn og aftur

Það hefur verið ágætis veður hér undanfarið en hitastigið rokkað frá +8 gráðum og niður í -26 gráður. Sólin komin hátt á loft og nánast orðið bjart allan sólarhringin.

Virkjunin rúllar bara og veitir birtu og yl til íbúa Ilulissat.

Bræður mínir heimsóttu mig hingað um síðustu viku og áttum við góða daga hér saman. Fórum á vélsleða, hundasleða, siglingu ofl.

Brákaður vélsleði

Það getur farið illa þegar grjótið ræðst á sleðan í sjálfsvörn, þarna rústuðum við öllum skíðabúnaðinum öðrum megin á sleðanum og varð hann algjörlega óökufær og við staddir lengst upp á fjöllum. Hvað er þá til ráða?

Vélsleði á heimleið

Finna plastbrúsa, skera hann í tvent, binda undir sleðan í staðinn fyrir skíði og keyra heim. Ótrúlega einfallt.

Hundasleðar á dauða firðinum

Veiðimenn að koma úr veiðitúr í dauða firðinum en þar veiða þeir grálúðu og tindabikkju.

Veiðimenn við kofa

Fjallakofi við dauða fjörðin þar sem veiðimennirnir búa meðan þeir eru á veiðum.

sjaki

Ísinn er alltaf fallegur. Þessi stóri ísjaki er strandaður yst í ísfirðinum.

Bestu kveðjur frá Ilulissat, hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Inn í virkjun

Veðrið er búið að vera risjótt hérna, annan daginn 25 stiga frost og næsta dag 2 stiga hiti, svo hefur blásið nokkuð. Í dag er A 9 m/sek og 4 stiga frost.

Fórum inn í virkjun á mánudaginn, þá var 25 stiga frost og var læsingin á hurðinni alveg frosin svo við komust ekki inn. Notuðum kveikjara til að hita læsinguna og tókst loks að opna þegar dó á kveikjaranum og hann gaslaus :)

Það var gott að koma inn í virkjun og var aðkoman ágæt, ágætis ástand á öllu nema smá olíuleki. Fórum upp í inntak, Overföring og upp að vatni 233. Efra vatnið er búið að lækka um ca 25 m síðan í haust. Það voru 3 snjókorn þarna á svæðinu en meðan við vorum þarna þá hvesti svo að 2 þeirra fuku út í sjó svo það fer ekki mikið fyrir snjónum. Sá þarna foss sem engin hefur séð áður en það er vatnið sem rennur úr efra vatninu í það neðra.

Sundurtekin Dash

Svona lítur flugvélin sem brotlenti hér eftir að Íslensku flugvirkjarnir hafa farið höndum um hana.

Gufa frá útfalli

Það er eins og vatnið frá virkjuninni sé vel heitt, það gufar upp af því. Það er 0.07°C en útihitastigið er -25°C.

Göng � Inntaki

Upp í inntaksgöngunum vaxa grýlukertin upp úr gólfinu.

Efra vatnið

Þetta er efra vatnið, sø 233, og sést vel hvað það hefur lækkað mikið í því.

Foss úr göngunum

Þetta er foss sem enginn hefur séð áður :) Þarna rennur vatnið úr efra vatninu í gengum göngin og í það neðra. Þessi foss kemur ekki í ljós fyrr en það fer að lækka í neðra vatninu.

Hafið það sem best og eigið góða helgi.

Kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni

Íslenskir flugvirkjar

Það hefur verið ágætis veður hérna, sunnan gola og frostið í kringum 10 stig.

Sviftingarnar geta verið miklar í veðrinu hér. Inni í virkjun breyttist hitastigið úr -11°C í +1°C á aðeins 6 mínútum. Þetta getur gerst ansi hratt :)

Um síðustu helgi hitti ég hérna 4 flugvirkja frá Flugfélagi Íslands. Þeir eru að rífa vélina sem brotlenti hér. Það er gaman að sá hvað við Íslendingar förum víða og í margvísleg störf. Þetta var smá tilbreyting að tala íslensku í eina kvöldstund.

Virkjunin gengur eins og klukka að vanda.

Annars allt gott að fétta héðan.

Ilulissat

Ilulissat í skemmtilegri byrtu frá sólarlaginu.

Ilulissat

Rauðglóandi himinn yfir Ilulissat.

Ísfjörðurinn

Stórir og miklir ísjakar að skríða út úr Ísfirðinum, eru nú sennilega strandaðir þarna.

Bestu kveðjur og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Góður laugardagur

Í dag lækkaði frostið og er aðeins 8 gráður en það blæs nokkuð að SV með skafrenningi.

Virkjunin eins og áður gengur eins og klukka.

Í dag bauð ég upp á brennivín og hákarl og fengu Grænlendingarnir að ráða tímanum. Þeir vildu fá þetta í hádeginu svo dagurinn byjaði snemma í sukkinu. það er ekki alltaf sem maður byrjað hádegið með brennivíni og hákarli en þetta var bara góð stund. Svo buðu þeir upp á síld að sænskum sið sem braðgðaðist mjög vel.

Brennivn og hákarl  hádeginu

Brennivín og hákarl í hádeginu. Palle, Ívar og Ole.

Brennivn og hákarl  hádeginu

Ole, ?, Rolf og voru þeir allir hrifnir af brennivíninu og hákarlinum

Ole

Ole að skála í brennivíni

Rolf

Rolf var mjög hrifinnaf brennivíninu og hákarlinum

Sld  hádeginu

Svo buðu Rolf og Ole upp á sænska síld í hádegisverð og var það nú ekki amalegt.

Gangið vel um gleðinnar dyr um helgina, allavega ætla ég að reyna það :)

Njótið helgarinnar.

Kveðja

Pétur Bjarni

Þorrablót

Það er fallegt veður hér í Ilulissat í dag. 18 stiga frost og hæg austan átt, heiðskýrt. Búið að snjóa undanfarna daga svo það er allt hvítt en þetta er nú samt ekki mikill snjór.

Virkjunin gengur bara og gnegur án áfalla.

Bauð starfsfólki Nukissiorfiit á smá þorrablót í hádeginu í gær ásamt smá Íslandskynningu. Tókst bara vel og allir ánægðir með Íslenska þorramatinn.

Flugslys eru nú ekki algneg en þau virðast verða eitthvað í kring um mig hér. Þegar ég var í Sisimiut fórst vél frá Flugfélagi Íslands og var Jónas úr Blöndu í þeirri vél, ég átti að fara með næstu vél.  Hér í Ilulissat fórst vél um daginn en það fór betur en á horfðist og sluppu allir úr því slysi. Það leið um það bil vika þar til ég þurfti að fara þessa leið, ekki eins nálægt og síðast en samt. Hvað verður það í 3 skiptið :)

Flugslys

Flugvélin fór þvert út af flugbrautinni, fram af nokkrum kanti og stöðvaðist þar.

Flugslys

Hún flýgur nú sennilega ekki meira þessi Dash flugvél sem brotlenti í Ilulissat.

Þorrablót

Þorrablót, súrir hrútspungar, lundabaggar, sviðasulta, lifrapylda, blóðmör, tvíreykt hangikjöt, hangikjöt og hákarl.

Þorrablót

Starfsmenn Nukissiorfiit að gæða sér á Íslenska þorramatnum og hældu honum bara.

Ilulissat

Ilulissat og höfuðstöðvar Nukissiorfiit hér fremst.

Ekki fleira að sinni, hafið það sem best og njótið dagsins.

Pétur Bjarni

Það hefur verið ágætis veður hérna undanfarið, hægviðri og hitinn frá frostmarki niður í 13 stig og yfirleitt heiðskýrt.

Virkjunin gengur vel og ekkert að koma uppá. Hef verið að taka saman nokkrar tölur um framleiðsluna á síðasta ári en þá framleittum við til að mynda 52.469 MWh og hefði nú þurft nokkra olíulítra til að framleiða það með díselvélum.

Daginn er stöðuðgt að lengja og núna kemur sólin upp kl. 9:14 og sest aftur kl. 16:04. Fór í gönguferð á laugardaginn inn í Ísfjörð þegar sólin var að setjast.

Ísfjörðurinn

Ísinn er margbreytilegur og flottur.

Ísfjörðurinn

Talsvert af stórum ísjökum núna og segja þeir sem mest muna að þetta sé mun meira en 2 síðustu ár.

Ísfjörðurinn

Þetta er rosalega flott sjónarspil þegar sólin er að setjast á bak við ísinn.

Ísfjörðurinn

Þetta er bara eins og flottasta málverk.

Ísfjörðurinn

Fegurðin er ólýsanleg, samspil sólar, ís og sjávar er frábært.

Ég held ég geti fullyrt að það hafi engin dáið af því að kvitta hér fyrir komuna svo það er alveg óhætt fyrir þig að kvitta :)

Njótið lífsins og hafið það sem best.

Kveðjur frá Ilulissat

Pétur Bjarni

Mættur aftur í sæluna

Komst loksins hingað eftir langa bið á flugvellinum í Nuuk. Var ekki mjög traustvekjandi þar sem ein flugvél frá þeim krassaði um daginn hér í Ilulissat og orsökin á seinkuninni var tæknileg bilun :) En þetta hafðist nú allt saman. Það var logn, stjörnubjart og 12 stiga frost hér eða eins fallegt og það getur verið. Í dag er hvasst og hitinn við frostmark.

Virkjunin gengur bara og gengur og eru engin stórvandræði þar.

Það er kominn nýr yfirmaður hér hjá Nukissiorfiit sem er yfir öllu héraðinu. Það er hún Úlla og á hún örugglega eftir að standa sig vel.

Þegar ég var hér í desember sást aldrei til sólar en nú er daginn farið að lengja mikið og lengist hann um 20 mín á dag. Byrtan að verða falleg og skemmtileg til myndatöku.

Eftir vinnu í gær skrapp ég með honum Ken á hundasleða til að vitja um selanet. Skemmtileg ferð en engan selinn fengum við. Hann þarf 1 sel á viku til að fóðra hundana sína svo það er eins gott að halda sig við veiðarnar. Fæ vonandi að fara með honum aftur og ná því að veiða sel :)

sleðahundur

Þeir eru flottir og öflugir þessir sleðahundar

Hundasleðaferð

Það er ekki mikill snjór hér en hundarnir draga okkur yfir nánast hvað sem er.

Hundasleðaferð

Hér erum við að brölta upp hlíðina á milli steina. Það að sitja á sleðanum í þessu er svipuð tilfinning og að vera um borð í tréskipi á sjó. Það marrar í öllu og sleðinn liðast yfir stokka og steina. Sleðinn er bundin saman en hvorki skrúfaður eða negldur og því er hann allur mýkri og það eru ekki eins mikil högg þegar hann fer yfir grjót, hann bara liðast yfir þau.

Hundasleðaferð

Hér erum við að fara niður ísilagt gil og þá eru hundarnir hafðir fyrir aftan sleðan og notaðir sem bremsa. Þarna á bakvið sést í Ísfjörðinn.

sleðahundar

Hundarnir fylgsust vel með þegar við tókum upp netið og þeir voru jafn vonsviknir og við að fá ekki sel því þá hefðu þeir fengið að borða innmatinn þarna.

Ken að höggva vök

Ken að höggva vök þar sem netið er. Þetta eru vinnubrögð sem maður þekkir úr Mývatnssveitinni :)

Gott að sinni og hafið það sem best og njótið tilverunnar.

Pétur Bjarni