Ófært að sigla

Það er stórstreymt og SV gola sem tekur ísinn úr ísfirðinum og leggu hann í höfnina í Ilulissat og nánast allaleiðina að straumstæðinu í Paakitsoq. Þetta gerir það að verkum að það er ófært að sigla hingað.

En það vantaði kartöflur í kvöldmatinn og það gengur ekki, þess vegna var pöntuð þyrla á svæðið og kvöldmatnum reddað.

Gísli og Bjarki frá Rafmiðlun eru mættir á svæðið eftir mikla svaðilför í ísnum, báturinn átti að vera 45 mín á leiðinni en var 4 klst. Þeir ætla að taka vel á leyfalistanum og lagfæra allt rafmagn sem þarf að lagfæra.

Þyrlan

Þyrlan að koma með kartöflurnar.

Lónið

Eyrarrós upp við jökul, það er skemmtilegt að sjá þetta litfagra blóm þarna í þessari hrjóstugu náttúru.

Pakitsoq fjörður

Paakitsoq fjörður spegilsléttur. Brúni liturinn á sjónum kemur frá útfallinu frá virkjuninni en jökulvatnið flýtur ofan á sjónum.

Bestu kveðjur frá Paakitsoq og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. Pétur Hemmingsen
    16. ágúst 2014 kl. 15.49 | Slóð

    Magnað að það skuli ekki vera hægt að sigla í ágúst vegna íss! Og það gerist um leið og ég fer! Ég hefði kannski ekkert átt að fara?? ;)