Miklar breytingar á svæðinu

Sama blíðan og áður, hægviðri, heiðskýrt og 13 stiga hiti.

Frágangur gengur vel og er orðin mikil breyting á svæðinu.

Paakitsoq

Hér sést yfir svæðið eins og það er núna og upp að Portalbyggingu.

Paakitsoq

Allar búðirnar horfnar og flott sýn inn á jökul, flottur frágangur.

Vinnubúðir Ístaks � Pakistoq á Grænlandi

Vinnu búðirnar eins og þær voru 2012 en mest bjó hér um 130 manns.

Vinnubúðirnar

Svona voru búðirnar sumarið 2013.

Eins og sjá má á þessum myndum hafa orðið miklar breytingar hér og nánast öll ummerki um þennan stóra vinnustað að hverfa enda verkinu lokið að mestu.

Bestu kveðjur og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. Valdi
  10. ágúst 2014 kl. 21.02 | Slóð

  Frábærar myndir sem fyrr og gaman að sjá. Flott vinna hjá strákunum í fráganginum.

  Innilegar þakkir fyrir að bæta í pistlana.

  Valdi

 2. Guðmundur Þórðarson
  13. ágúst 2014 kl. 21.24 | Slóð

  Skemmtilegt að sjá hérna fráganginn sem er til fyrirmyndar að því er virðist.
  Gaman að fylgjast með.