Síðasta úthaldið

Hef verið frekar latur að skrifa hér og kenni bara miklu vinnuálagi um :)

Hér hefur verið sumarveður, rignt í 2 daga, þoka í 2 daga og annars sól og blíða með tilheyrandi moskítóbiti, þe ef maður hættir sér út.

Það er verið að ganga frá öllum lausu endunum hér og frágangur á lokastigi. Kampurinn farinn og megnið af öðru dóti Ístaks.

Vélarnar ganga vel og bæði lónin orðin full svo það er nóg af vatni fyrir næsta vetur.

Hér var allt þrifið hátt og lágt vegna heimsóknar ráðherra og annarra ráðamanna.

Ráðherraheimsókn

Hér er hópurinn fyrir framan Portalbygginguna.

Ráðherraheimsókn

Hópurinn að skoða stöðvarhúsið. Áhugasamt fólk sem spurði margs.

Stillasinn utan um vél 1 er vegna viðgerðar á olíuleka sem á að fara að lagfæra.

Hef ekki verið duglegur að taka myndir hér á svæðinu en skal reyna bæta úr því.

Bestu kveðjur frá Paakitsoq.

Pétur Bjarni