Fyrsti dagur í moskítóbiti

Ótrúlegt en satt þá ringdi talvert í gær en nú er sólin farin að skýna aftur og lognið hætt að flíta sér.

Nú er moskító flugan kominn og strax farin að gæða sér á blóðinu mínu.

Virkjunin gengur vel. Henning frá Nukissiorfiit fór heim á mánudaginn svo ég er bara einn hér í Portalbyggingunni :)

Hér er unnið á fullu í frágangi, nú er Vatneyrin horfin og vegurinn að henni, ekki hægt að sjá að þarna hafi nokkurntíman verið nokkuð gert af manna völdum, flott vinna.

Geiri á gröfunni

Hér er Geiri að ganga frá við veginn.

Lognið var flott í morgun og þá speglaðist allt í firðinum.

Pakitsoq fjörður

Hér sést bryggjusvæðið og fjöllin á móti speglast í sjónum. Það sést í samfelldan ís í fjarska en nær er íshröngl sem kom úr næsta firði.

Vatnið

Uppi á vatni er enn allt frosið en tjarnir orðnar auðar og falleg speglun í þeim. Efra vatnið hefur hækkað um tæpan 1 m á sólahring síðan það fór að hækka í því eða um 10 m. Neðra vatnið hefur hækkað um tæpa 3 m enda miklu stærra.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. Bjarni Már
  18. júní 2014 kl. 23.09 | Slóð

  Sæll Pétur
  Frábært að fá fréttir og flottar myndir frá Ilulissat. Flott framtak hjá þér

 2. Valdi
  2. ágúst 2014 kl. 7.38 | Slóð

  Heill og sæll félagi,
  Er rosalega farinn að sakna smá pistils og nokkurra nýrra mynda. Söknuðurinn er enn mikill ;)