Veðrið er búið að vera frábært hérna, logn, sól og blíða og engin fluga
Það er farið að hækka í báðum lónunum og í gær hækkaði efra vatnið um 1,3 m á einum sólahring.
Nú er Vatneyrin horfin og annar utahúsfrágangur á fullu.
Það var reynt að sigla hingað í dag en ísinn er of þykkur ennþá en það á að fá togara á mánudaginn og reyna brjótast hingað. Það auðveldar allar samgöngur ef það er hægt að sigla hingað.
Portalbyggingin speglast flott í vatninu.
Bestu kveðjur frá Pakitsoq.
Pétur Bjarni
Ein ummæli
Það er hvergi betra að vera!!