Búið að vera frábært veður núna, logn, heiðskýrt, sól og blíða.
Þeir sem vinna utandyra eru berir að ofan og njóta veðursins, flugan ekki kominn enn svo þetta verður bara ekki betra.
Það er farið að hækka í báðum vötnunum núna enda mikil bráðnun í gangi.
Jökulinn er tignarlegur og fallegur ásamt því að vera hálf ógnvekjandi enda mjög úfin.
Jökullinn úfinn og illur yfirferðar.
Jökullinn er mjög sprunginn en flottur.
Flott speglun í vökinni þar sem skriðjökullinn mætir ísnum á vatninu.
Ís og vatn er einstaklega skemmtilegt viðfangsefni til ljósmyndunar.
Skriðjökullinn skríður í vatnið og riður ísnum á því á undan sér og svo speglast þetta allt saman í vatninu og verður bara ekki fallegra.
Hafið það sem best.
Kveðjur frá Pakitsoq
Pétur Bjarni
2 ummæli
Flottar myndir og birta.
Gaman að skoða þetta hjá ykkur, frábærar myndir.. Ég bíð spenntur eftir fleirri myndum. Kveðja Finnbogi