Vorið er komið í Pakitsoq

Það hefur verið einstök blíða undanfarið, logn, sól og hitinn farið upp í 10 gráður :)

Kominn í sæluna í Pakitsoq. Aðkoman góð að virkjuninni og gaman að koma þarna aftur. Byrjað að vinna að frágangi á búðum og fleiri eftirhreitum sem eiga að klárast í sumar. Það eru um 20 manns á svæðinu að sinna þessum verkum.

Vatnsforðinn hjá okkur er nokkuð góður, neðra vatnið lækkaði ekki nema um ca 10 m í vetur og það byrjaði að hækka í því aftur þann 7 júní. Efra vatnið hefur lækkað um 43 metra og er stöðugt eins og er, þe það rennur jafn mikið í það og við tökum úr því.

Þyrla

Þar sem það er ekki siglingarfært ennþá hingað þá er notast við þyrlu til að flytja vörur og mannskap hingað. Þetta er um 20 mín flug og það er ekkert leiðinlegt :)

Ískristallar

Þó það sé komið sumar hjá okkur hérna úti þá er ennþá frost í göngunum en þessi fallega frostrós er þaðan.

Grýlukerti � inntaksgöngum

Falleg röð stórra grýlukerta sem standa upp úr gangnabotninum. Flott og skemmtilegt að sjá.

Fossinn úr efra vatninu

Enn sem komið er þá hafa aðeins örfáar manneskjur í heiminum séð þennan foss en þarna streymir vatnið úr efra vatninu niður í það neðra.

Efra vatnið

Og það hafa aðeins 3 manneskjur í heiminum séð þetta vatn nánast tómt en við erum búin að lækka vatnsborðið um 43 metra. En hafið ekki áhyggjur það tekur sennilega ekki meira en 3-4 vikur að fyllast aftur :)

Það er alveg óhætt að kvitta fyrir komuna hingað á síðuna. Nú hafa rúmlega 2000 gestir komið inn á hana en lítið brot af þeim kvittað fyrir.

Bestu keðjur frá Pakitsoq.

Pétur  Bjarni

4 ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  11. júní 2014 kl. 3.27 | Slóð

  Flottar myndir .
  Alltaf gaman að fylgjast með hér hjá þér Pétur Bjarni.
  Smá forvitni, er vatnsforðinn og vatnsborðslækkun vatnanna samkvæmt áætluðu reikningslíkani ?
  kveðja frá Þrándheimi
  Guðmundur

 2. Anna Guðmundsdóttir
  11. júní 2014 kl. 6.47 | Slóð

  Flott hjá þér að halda úti bloggsíðu, leyfa þar með öðrum að fá smá innsýn í lífið á Grænlandi. Að ekki sé minnst á gullfallegar myndirnar. Gangi þér allt sem best :-)
  Kveðja Anna.

 3. 11. júní 2014 kl. 9.37 | Slóð

  Sæll Guðmundur og takk fyrir kommentin þín.
  Vatnsforðinn er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og því er vatnsborðslækkunin minni. Held að þetta sé eina virkjunin á Grænlandi sem þarf ekki að hafa áhyggjur af vatni :)
  Kveðja
  Pétur Bjarni

 4. Stefán Stefánsson
  24. júní 2014 kl. 0.31 | Slóð

  Það er alltaf gaman að fylgjast með á þessari síðu og gaman að heyra að allt gangi vel varðandi vatnsbúskap ofl.
  Kveðja,
  Stebbi

  P.S. Ætlaði að kvitta í gestabókina en gat ekki..