Fallegt veður

Það er búið að vera einstaklega fallegt veður undanfarna daga, nánast logn, heiðskýrt og hitinn 2-5 gráður. En það frystir á nóttunni.

Framleiðslan gengur vel, þarf aðeins að keyra 1 túrbínu um helgina svo álagið er að minnka.

Sólin sest ekki hér núna og er miðnætursólin einstaklega falleg.

Fór í smá kayakferð hér fyrir utan Ilulissat innan um ísinn, þetta var einstaklega skemmtileg ferð.

10252062_602727803158103_5949077785009862604_n.jpg

Frábært útsýni til Ilulissat

10177358_602727806491436_2627359286967674010_n.jpg

Flott speglun og flottir ísjakar

10408875_602727783158105_16979740274100743_n.jpg

Sjúkrahúsið og kirkjan speglast í sjónum.

10322814_602726526491564_1333525023825820579_n.jpg

Sólin klukkan 2 að nóttu, nú er hún á lofti allan sólarhringinn.

Bestu kveður frá Ilulissat

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. Stefán Stefánsson
    7. júní 2014 kl. 21.01 | Slóð

    Fallegar myndir… get vel trúað því að það sé gaman að vera þarna.
    Gangi þér vel.

    Kv, Stebbi