Aðeins farið að vora

Mættur á svæðið í næst síðasta úthaldið.

Hér er flott veður, logn, heiðskýrt og hitinn um 5 gráður. Snjórinn farinn að gefa aðeins eftir en ísinn frekar að aukast hér fyrir utan. Það er ekki enn orðið siglingafært inn í Pakitsoq.

Túrbínurnar malla eins og þær eiga að gera en með hlýnandi veðri minnkar álagið og nú er svo komið að ein vél dugar á nóttinni en þær þurfa að vera 2 í gangi yfir daginn á virkum dögum.

Það er stefnan að fara inn í Pakitsoq 3 júní og þá koma fyrstu Ístaksmennirnir til að hefja lokaáfangan við virkjunina.

Ilulissat

Útsýnið út um gluggan á skrifstofuni minni, það er nú ekki af verri endanum.

Ilulissat

Og meira út um gluggan.

Ilulissat

Og sú síðasta, frábært útsýni.

Hafið það sem best

kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni