Línueftirlit

Í gær var heiðskýrt, 6 stiga frost en NA 6 m/sek, sem sagt fallegt veður.

Fór með Nukissiorfiit mönnum í eftirlitsferð á línuna. Skoðuðum 15 möstur. Notuðum snjósleða, nei ég meina vélsleða, til að klifra fjöllin og það var ekkert skilyrði að það væri snjór undir þeim. Það er ekki mikill snjór hér í fjöllunum svo til að geta komist á milli mastra þurfti oft að keyra á grjóti.

Vélsleðar

Á þessum gömlu Yamaha bröltum við í fjöllunum, hvort sem það var snjór eða urð og grjót undir.

Hafið það gott um páskana

Kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni