Rolf kvaddur

Það er búin að vera blíða hér undanfarið með smá undantekningum, venjulega er hér hægviðri, heiðskýrt og frostið frá 5 og niður í 10 gráður. En svo koma dagar á milli þar sem er snjókoma og stundum nálgast þetta að vera bilur.

Á mánudaginn kvöddum við Rolf. Hann er búinn að vera hjá Nukissiorfiit í um 30 ár og þótti komið nó enda orðinn 69 ára gamall. Hann flytur nú til barnana sinna í Noregi. Hann hefur verið duglegur við að koma mér inn í lífið hér í Ilulissat og á ég eftir að sakna hans.

Pétur Bjarni

Það getur tekið á að vinna hjá Landsvirkjun og er ekki bara skrifborðsvinna. Hér er ég í eftirlitsferð með háspennulínunni.

Bestu kveðjur frá Ilulissat og hafið það sem best um páskana.

Pétur Bjarni