Í gær var frábært veður, logn, sól, heiðskýrt og 13 stiga frost en í dag er A 13 m/sek og frostið rétt um 2 gráður. Þetta er fljótt að breytast.
Virkjunin rúllar bara eins og venjulega.
Á rölti mínu um daginn sá ég þetta flotta götuskilti, sem sagt að það er gata hér sem heitir Hafnarfjarðargata.
Hafnarfjörður frægur hér, einhver sagði að Hafnarfjörður og Ilulissat væru vinarbæir.
Í tilefni dagsins var slegið undir köku í vinnuni, flott og bragðgóð
Nokkrir hundar klárir í sleðaferðina.
Húsin hér á Grænlandi eru öll máluð í skrautlegum og flottum litum.
Það er glæsilegt útsýnið úr bænum út á Diskóflóan og sérstaklega í svona flottu veðri.
Góðar kveðjur frá Ilulissat og hafið það sem best. Það er allt í lagi að kvitta fyrir komuna
Pétur Bjarni
2 ummæli
Sæll Pétur.
Verð að viðurkenna það að ég hef verið allt of latur við að kíkja hér inn..
Flottar myndir og gaman að sjá húsin máluð í almennilegum litum… ekki bara hvítt og grámyglulegt eins og á Íslandi hahahaaa…
Til hamingju með daginn um daginn (8. apríl) og er þetta ekki bara afmælistertan.
Ég sé að þú ert sællegur og pattaralegur þanng að það er ljóst að grænlendingarnir fara vel með þig.
Kveðja úr Mývatnssveit,
Stebbi
Sæll félagi
Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þér hér á síðunni, ég sé að þið eruð farnir að missa snjósleðafærnina, það er ekki hægt að segja það sama um félag okkar úr Mývatnssveit, en ég var svo heppin að fara með þeim í 4.daga hálendisferð fyrir nokkru og hér er linkur í myndband sem Hreinn tók í ferðinni: https://www.youtube.com/watch?v=B_oPyxA2tU4&feature=youtu.be
Bið að heils öllum sem ég þekki á Grænlandi
kv/BMJ