Mættur enn og aftur

Það hefur verið ágætis veður hér undanfarið en hitastigið rokkað frá +8 gráðum og niður í -26 gráður. Sólin komin hátt á loft og nánast orðið bjart allan sólarhringin.

Virkjunin rúllar bara og veitir birtu og yl til íbúa Ilulissat.

Bræður mínir heimsóttu mig hingað um síðustu viku og áttum við góða daga hér saman. Fórum á vélsleða, hundasleða, siglingu ofl.

Brákaður vélsleði

Það getur farið illa þegar grjótið ræðst á sleðan í sjálfsvörn, þarna rústuðum við öllum skíðabúnaðinum öðrum megin á sleðanum og varð hann algjörlega óökufær og við staddir lengst upp á fjöllum. Hvað er þá til ráða?

Vélsleði á heimleið

Finna plastbrúsa, skera hann í tvent, binda undir sleðan í staðinn fyrir skíði og keyra heim. Ótrúlega einfallt.

Hundasleðar á dauða firðinum

Veiðimenn að koma úr veiðitúr í dauða firðinum en þar veiða þeir grálúðu og tindabikkju.

Veiðimenn við kofa

Fjallakofi við dauða fjörðin þar sem veiðimennirnir búa meðan þeir eru á veiðum.

sjaki

Ísinn er alltaf fallegur. Þessi stóri ísjaki er strandaður yst í ísfirðinum.

Bestu kveðjur frá Ilulissat, hafið það sem best.

Pétur Bjarni