Inn í virkjun

Veðrið er búið að vera risjótt hérna, annan daginn 25 stiga frost og næsta dag 2 stiga hiti, svo hefur blásið nokkuð. Í dag er A 9 m/sek og 4 stiga frost.

Fórum inn í virkjun á mánudaginn, þá var 25 stiga frost og var læsingin á hurðinni alveg frosin svo við komust ekki inn. Notuðum kveikjara til að hita læsinguna og tókst loks að opna þegar dó á kveikjaranum og hann gaslaus :)

Það var gott að koma inn í virkjun og var aðkoman ágæt, ágætis ástand á öllu nema smá olíuleki. Fórum upp í inntak, Overföring og upp að vatni 233. Efra vatnið er búið að lækka um ca 25 m síðan í haust. Það voru 3 snjókorn þarna á svæðinu en meðan við vorum þarna þá hvesti svo að 2 þeirra fuku út í sjó svo það fer ekki mikið fyrir snjónum. Sá þarna foss sem engin hefur séð áður en það er vatnið sem rennur úr efra vatninu í það neðra.

Sundurtekin Dash

Svona lítur flugvélin sem brotlenti hér eftir að Íslensku flugvirkjarnir hafa farið höndum um hana.

Gufa frá útfalli

Það er eins og vatnið frá virkjuninni sé vel heitt, það gufar upp af því. Það er 0.07°C en útihitastigið er -25°C.

Göng � Inntaki

Upp í inntaksgöngunum vaxa grýlukertin upp úr gólfinu.

Efra vatnið

Þetta er efra vatnið, sø 233, og sést vel hvað það hefur lækkað mikið í því.

Foss úr göngunum

Þetta er foss sem enginn hefur séð áður :) Þarna rennur vatnið úr efra vatninu í gengum göngin og í það neðra. Þessi foss kemur ekki í ljós fyrr en það fer að lækka í neðra vatninu.

Hafið það sem best og eigið góða helgi.

Kveðja frá Ilulissat

Pétur Bjarni

4 ummæli

 1. júlli
  2. mars 2014 kl. 15.33 | Slóð

  Flottur þessi nyi foss þú ert sá fyrsti hér á jörðini sem sér hann fyrir utan refina og hérann :)

 2. Pétur Hemmingsen
  2. mars 2014 kl. 20.33 | Slóð

  Gaman að sjá nýjar myndir frá Paakitsoq!

 3. Gudmundur Thordarson
  3. mars 2014 kl. 20.06 | Slóð

  Gaman að fylgjast með Pétur Bjarni, takk fyrir mig.

 4. Jónas Þór Sigurgeirs
  24. mars 2014 kl. 10.50 | Slóð

  Sælir Pétur Bjarni og Kristján

  Var að hugsa um hvað er margt svipað með verkefninnu í Sisimiut. Crash 8 fer út af braut og þorramatur fyrir erlenda samstarfsmenn. Gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur og ég get ekki neitað því að ég sé smá eftir að hafa ekki haldið áfram.
  Hafið það sem best
  Kveðja úr Blönduvirkjun
  Jónas Þ