Íslenskir flugvirkjar

Það hefur verið ágætis veður hérna, sunnan gola og frostið í kringum 10 stig.

Sviftingarnar geta verið miklar í veðrinu hér. Inni í virkjun breyttist hitastigið úr -11°C í +1°C á aðeins 6 mínútum. Þetta getur gerst ansi hratt :)

Um síðustu helgi hitti ég hérna 4 flugvirkja frá Flugfélagi Íslands. Þeir eru að rífa vélina sem brotlenti hér. Það er gaman að sá hvað við Íslendingar förum víða og í margvísleg störf. Þetta var smá tilbreyting að tala íslensku í eina kvöldstund.

Virkjunin gengur eins og klukka að vanda.

Annars allt gott að fétta héðan.

Ilulissat

Ilulissat í skemmtilegri byrtu frá sólarlaginu.

Ilulissat

Rauðglóandi himinn yfir Ilulissat.

Ísfjörðurinn

Stórir og miklir ísjakar að skríða út úr Ísfirðinum, eru nú sennilega strandaðir þarna.

Bestu kveðjur og hafið það sem best.

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. Valdi
    27. febrúar 2014 kl. 17.42 | Slóð

    Sælir,

    Frábærar myndir sem fyrr hjá þér og gaman að fylgjast með. Endilega skrifaðu sem mest og láttu myndavélina ekki fá frið.