Góður laugardagur

Í dag lækkaði frostið og er aðeins 8 gráður en það blæs nokkuð að SV með skafrenningi.

Virkjunin eins og áður gengur eins og klukka.

Í dag bauð ég upp á brennivín og hákarl og fengu Grænlendingarnir að ráða tímanum. Þeir vildu fá þetta í hádeginu svo dagurinn byjaði snemma í sukkinu. það er ekki alltaf sem maður byrjað hádegið með brennivíni og hákarli en þetta var bara góð stund. Svo buðu þeir upp á síld að sænskum sið sem braðgðaðist mjög vel.

Brennivn og hákarl  hádeginu

Brennivín og hákarl í hádeginu. Palle, Ívar og Ole.

Brennivn og hákarl  hádeginu

Ole, ?, Rolf og voru þeir allir hrifnir af brennivíninu og hákarlinum

Ole

Ole að skála í brennivíni

Rolf

Rolf var mjög hrifinnaf brennivíninu og hákarlinum

Sld  hádeginu

Svo buðu Rolf og Ole upp á sænska síld í hádegisverð og var það nú ekki amalegt.

Gangið vel um gleðinnar dyr um helgina, allavega ætla ég að reyna það :)

Njótið helgarinnar.

Kveðja

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. Þorbergur
    28. febrúar 2014 kl. 18.15 | Slóð

    Hef ekki kíkt inn síðan í okt. Sá jafnframt skýringarnar á vatni 3 og 4.