Þorrablót

Það er fallegt veður hér í Ilulissat í dag. 18 stiga frost og hæg austan átt, heiðskýrt. Búið að snjóa undanfarna daga svo það er allt hvítt en þetta er nú samt ekki mikill snjór.

Virkjunin gengur bara og gnegur án áfalla.

Bauð starfsfólki Nukissiorfiit á smá þorrablót í hádeginu í gær ásamt smá Íslandskynningu. Tókst bara vel og allir ánægðir með Íslenska þorramatinn.

Flugslys eru nú ekki algneg en þau virðast verða eitthvað í kring um mig hér. Þegar ég var í Sisimiut fórst vél frá Flugfélagi Íslands og var Jónas úr Blöndu í þeirri vél, ég átti að fara með næstu vél.  Hér í Ilulissat fórst vél um daginn en það fór betur en á horfðist og sluppu allir úr því slysi. Það leið um það bil vika þar til ég þurfti að fara þessa leið, ekki eins nálægt og síðast en samt. Hvað verður það í 3 skiptið :)

Flugslys

Flugvélin fór þvert út af flugbrautinni, fram af nokkrum kanti og stöðvaðist þar.

Flugslys

Hún flýgur nú sennilega ekki meira þessi Dash flugvél sem brotlenti í Ilulissat.

Þorrablót

Þorrablót, súrir hrútspungar, lundabaggar, sviðasulta, lifrapylda, blóðmör, tvíreykt hangikjöt, hangikjöt og hákarl.

Þorrablót

Starfsmenn Nukissiorfiit að gæða sér á Íslenska þorramatnum og hældu honum bara.

Ilulissat

Ilulissat og höfuðstöðvar Nukissiorfiit hér fremst.

Ekki fleira að sinni, hafið það sem best og njótið dagsins.

Pétur Bjarni