Það hefur verið ágætis veður hérna undanfarið, hægviðri og hitinn frá frostmarki niður í 13 stig og yfirleitt heiðskýrt.

Virkjunin gengur vel og ekkert að koma uppá. Hef verið að taka saman nokkrar tölur um framleiðsluna á síðasta ári en þá framleittum við til að mynda 52.469 MWh og hefði nú þurft nokkra olíulítra til að framleiða það með díselvélum.

Daginn er stöðuðgt að lengja og núna kemur sólin upp kl. 9:14 og sest aftur kl. 16:04. Fór í gönguferð á laugardaginn inn í Ísfjörð þegar sólin var að setjast.

Ísfjörðurinn

Ísinn er margbreytilegur og flottur.

Ísfjörðurinn

Talsvert af stórum ísjökum núna og segja þeir sem mest muna að þetta sé mun meira en 2 síðustu ár.

Ísfjörðurinn

Þetta er rosalega flott sjónarspil þegar sólin er að setjast á bak við ísinn.

Ísfjörðurinn

Þetta er bara eins og flottasta málverk.

Ísfjörðurinn

Fegurðin er ólýsanleg, samspil sólar, ís og sjávar er frábært.

Ég held ég geti fullyrt að það hafi engin dáið af því að kvitta hér fyrir komuna svo það er alveg óhætt fyrir þig að kvitta :)

Njótið lífsins og hafið það sem best.

Kveðjur frá Ilulissat

Pétur Bjarni

4 ummæli

 1. Jón Pálmason
  10. febrúar 2014 kl. 19.06 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni
  Þetta er flottar myndir hjá þér eins og venjulega. Varstu búin að ná í sel, eða fékkstu ekki að fara með aftur?
  Kveðja
  Jón Pálmason

 2. Gunnar Jóhannesson
  10. febrúar 2014 kl. 22.57 | Slóð

  Flott!

 3. Gudmundur Thordarson
  11. febrúar 2014 kl. 18.48 | Slóð

  Hrikalega flottar myndir Pétur Bjarni,
  þetta er ævintýraheimur, forréttindi að vera í vinnunni þarna, ánægjulegt að heyra að virkjunin gengur vel. Hér mega náttúruverndarsinnar læra mikið, þarna erum við að hjálpa Grænlendingum að losa sig frá brennslu á Fossilum efnum sem eru til af takmörkuðu magni, og nota vatnsafl til framleiðslu á rafmagni. Vatnsaflið er ef menn hafa ekki enþá áttað sig á því nánast rekstrarfrítt og alveg hrein orka. Hér virkja menn fallvatn sem annars rennur til sjæavar, ónotað. Stundum finnst mér sumir Íslendingar gleyma þessu atriði þegar menn eru á móti vatnsaflsvirkjunum á Íslandi. Íslendingar kynntu húsin sín með þeð því að höggva niður skóginn, brenndu kolum og olíu áður en vatnsaflið kom frá vatnsaflvirkjunum, sennilega mælikvarði á minn aldur, en ég man eftir kola og olíukyndingum.
  Skemmtileg síða hjá þér.
  kveðja
  Guðmundur

 4. 12. febrúar 2014 kl. 0.41 | Slóð

  Takk fyrir góð ummæli.
  Jón Pálma, ég er ekki búinn að ná í sel ennþá en það kemur vonandi að því þegar veiðimaðurinn kemur aftur frá Nuuk.

  Flottur pistill hjá þér Guðmundur.
  Þetta er alveg rétt. þetta ár sem við erum búnir að keyra virkjunina erum við sennilega búnir að forða caa 9 milljón lítrum af olíu frá brennslu.
  Kveðja
  Pétur Bjarni