Færslur mánaðarins: október 2013

Og enn fækkar okkur hér

Það  var fallegt veður í dag,  2 m/sek, heiðskýrt og -8°. En í gær fengum við smá snjókomu og skafrenning.
Það er verið að vinna á leifalistum og er þetta allt saman að koma.
Nú erum við bara orðin 4 eftir hérna og hafa ekki verið svona fáir hérna síðan síðasta vetur.
Það er kominn smá snjór á […]

Síðasta skipsferð

Í dag er hægviðri, snjókoma og hitinn við frostmark.
Enn eru menn að fara héðan og fór síðasta skipið héðan í dag. Það var nokkur söknuður að horfa á eftir því en verkið er að klárast og nú erum við bara 8 eftir hérna.

Verið að lesta skipið í síðasta skiptið.

Svavar og Kalli kokkur kátir og  klárir […]

Kólnar hér hjá okkur í Pakitsoq

Undanfarið hefur verið mjög gott veður hérna, logn, heiðskýrt og hitinn í kringum -4°C. En nú er frostið að aukast og er komið í -10°C og talsverður vindur með svo það er alveg skítkalt hérna núna.
Í þessum frostum er fjörðurinn að frjósa og var kominn 5-7 cm þykkur ís og of þykkt fyrir Blika að […]

Útskipun

Það var fallegt veður hér í dag, logn en skýjað og hitin -3°C. Fjörðurinn alveg spegilsléttur og fallegur. Það er byrjuð að koma ísskán á hann og þar sem það spáir logni næstu vikuna ásamt auknu frosti er ekki ólíklegt að hann verði frosinn eftir næstu viku.
Irena, skip Royal Greenland, er við Jennybay og er […]

Lokin nálgast

Fallegt veður hér í dag, hægviðri, heiðskýrt og við frostmarkið.
Hér hafa verið um 50 manns á svæðinu en í dag fækkaði þeim niður í ca 30 og þeir sem fóru koma sennilega aldrei hingað aftur. Það er því smá tregi í mannskapnum.
En þeir sem eftir eru vinna í frágangi á svæðinu og klára þau verk […]

Mættur enn á ný í “Paradís”

Það er grátt yfir en fyrsti snjórinn kom í fyrradag. Í dag er stífur vindur af jöklinum, skýjað og -2°C.
Hér er mikið búið að gerast síðan ég var hér síðast. Verið að flytja búðirnar í burtu ásamt öðru dóti. Mötuneytið var tekið í dag og var útbúið bráðabyrgðaeldhús í stóra kampinum en hann er líka […]