Færslur mánaðarins: ágúst 2013

Námskeið

Nokkur gola í dag, 4-5 m/sek, hálfskýjað og 9 stiga hiti. Sem sagt ágætis veður.
Í dag voru hér 12 manns frá Nukissiorfiit til að læra á brunakerfið, innbrotskerfið, díselvélina, loftræstikerfið og inntakið. Það var Bjarni Már sem hafði veg og vanda af þessu námskeiði. Við nutum svo hjálpar frá sérfræðingum á hverju sviði við kennsluna. […]

Prófanir og flutningur

Búið að vera ágætis veður, skýjað, hægviðri og hitinn frá 5 og upp í 12 gráður.
Um helgina var díselvélin prófuð og gekk það mjög vel. Það var prófað í botn, allt gert rafmagnslaust og hún kom svo sjálfvirkt inn.
Loftræstingin er í prófunarferli.
Nú er verið að þrífa allt niðri í stöð fyrir afhendinguna sem á að vera […]

Flutningur

Það er búið að vera ágætis veður hjá okkur núna, gola, léttskýjað og hitinn frá 5 og upp í 12 gráður.
Nú er verið að dúkaleggja stórnherbergið niðri í stöðinni svo við fluttum upp í skrifstofuna í Portal og þar með erum við farnir að nota aðstöðuna að hluta þar.
Prófuðum inntakslokuna í dag. Til þess varð […]

Farið að hausta

Þegar við vöknuðum í morgun var komið frost og kominn flottur ísfoss í klettavegginn við stöðvarhúsið. Þetta er fullsnemmt finnst mér og vona að það hlýni eitthvað aftur. Það er nú samt ekki hægt að kvarta mikið, sólin skein allavega í 624 klst stanslaust í sumar. Gekk ekki niður fyrir fjöllin og það kom ekki […]

Prófunum lokið

Jæja, mættur aftur í dýrðina.
Það er búið að rigna hér í 3 daga og hitinn í kringum 5-9 stig. Byrti þó aðeins upp í morgun svona rétt til að sýna okkur hvítu fjallatoppana. Fór í smá göngutúr upp í fjall og lenti bara í mikilli snjókomu. Vona samt að haustið sé ekki alveg komið til […]