Færslur mánaðarins: maí 2013

Föstudagur

Í morgun var 2 stiga hiti og skýjað. Í hádeginu hafði létt til og það var kominn sól og hitinn kominn upp í 5°C. Það var ekki næturfrost og er þettta að hafa áhrif á ísinn en hann er að grána svolítið. Það er þó nóg eftir af honum, það var farið út á hann […]

Sólin komin aftur

Þá er kominn sunnan andvari, heiðskýrt og 4 stiga hiti, eins fallegt veður og það getur verið.
Það er búið að slá frá hafnarhúsinu og flugstöðinni. Byrjað að undirbúa plötuna í hafnarhúsið.
Rafmiðlunarmenn (og konur) eru að klára að draga út kaplana fyrir vél 1.
Það átti að mæla ísþykktina á firðinum í morgun og voru menn vongóðir […]

Snjókoma

Hélt að vorið væri að koma, það var búið að vera sól og blíða en hitinn í kringum frostmarkið. Kanadagæsin að leita sér að hreiðurstað og meira að segja hafði sést til moskító flugtu. En svo snjóar bara. En það er svo sem allt í lagi ef maður losnar við moskíó fluguna aftur:)
Fossinn í lónið er að […]

Mikið að gerast

Ágætis veður, nánast logn, hálfskýjað og hitinn hefur farið upp í +6°C yfir daginn.
Í gær voru veggirnir steyptir í flugstöðinni.
Í fyrradag var farið að renna vatn í fossinum sem kemur af jökli og í lónið. Það hlýtur að vera merki um að vorið sé að koma.
Kanadagæs er á vappi hér fyrir neðan stöðina og ég […]

Forvitinn

Fór í smá sleðatúr í gærkvöldi til að skoða ísinn. Hann er aðeins að byrja að gefa eftir upp við landið og í kringum straumstæðið en það er samt langt í land að hann hverfi.
Sá 2 seli í leiðinni en þeir voru frekar styggir og vildu helst ekki láta mynda sig.
Náði þó einni mynd af […]

Vorið að koma?

Það er búið að vera flott veður hérna hjá okkur, hægviðri, heiðskýrt en hitinn ávallt um eða undir 0°C. Í gær fór þó hitinn upp í +4°C yfir miðjan daginn í sólinni. Þegar við fórum svo á fætur í morgun var 1°C hiti og það hefur ekki gerst í laaaaaaaaangan tíma að það sé hiti […]

Loksins sleðafæri

Það er búið að vera ágætis veður undanfarið, nánast logn alla daga, hitastig rétt undir frostmarki og svo hefur verið smá snjókoma.
Snjórinn virðist allur hafa fallið á ísinn á firðinum svo nú er svo komið að það er hægt að keyra sleða á firðinum og er það í fyrsta skiptið sem snjósleði hefur verið gangsettur […]

Enn lækkar í lóninu

Veðrið búið að vera nokkuð gott, heiðskýrt, sól og lítill vindur. Hitastigið er rétt undir frostmarki en sólin hitar vel á daginn.
Núna hefur lækkað í lóninu um 11,5 m síðan í haust. Þetta er mun minni lækkun en búist var við.
Gangnavinnan upp í efra lónið gengur vel og klárast sprengingar væntanlega í lok mánaðarins og þá […]

Mættur aftur í “Paradís”

Mættur aftur og Kristján farinn í frí.
Hér hefur allt gengið vel og áfallalaust. Framleiðslan milli 5 og 6 MW.
Blíðu veður í dag hægviðri, heiðskýrt og frostið um 5°C. Það kom smá snjóföl ofan á ísinn á firðinum svo það er svakalega bjart hérna.

Þrátt fyrir frekar kalt veður undanfarið hefur vökin við úttakið stækkað og tekur flottan […]