Færslur mánaðarins: mars 2013

Prófanir á segldrekanum

Síustu 2 daga hefur verið logn og blíða hérna.
Reksturinn gengur vel að vanda og er framleiðslan núna um 7 MW.

Hér er verið að prófa segldrekann á Pakitsoqfirði. Þetta er græja sem rennur eftir ísnum á skautum og knúin áfram af vindi í segl. Hér er nánast aldrei logn svo þessi græja ætti að nýtast vel […]

Seglsleði

Flott  veður í gær og var dagurinn notaður í gönguferðir hjá sumum, sjónvarpsgláp hjá nokkrum og smíði seglsleða hjá einhverjum. Það var kaldi af jökli en heiðskýrt og sól.
Reksturinn gengur vel að vanda.

Eggert að máta sig á sleðann og prófa stýrisbúnaðinn.

Júlli að rafsjóða stýrisbúnaðinn.
Það er mikil tilhlökkun í að prófa sleðan en ég veit ekki […]

Gluggaveður

Undanfarna daga er búið að vera flott gluggaveður. Sólin skín og himinn heiður og blár en þegar maður kemur út stingur vindurinn og frostið. Það hefur að vísu ekki verið mikið frost undanfarna daga eða um 3 til 9 stil. En lognið er oftasst að flíta sér full mikið.
Í gær skein sólin í fyrsta skipti […]

Fallegt veður í dag

Það er búið að vera hlýtt undanfarið og fór hitinn í 10 gráður í gær. Það er aðeins að kólna og fraus í nótt en í dag er 3 stiga hiti, logn og heiðskýrt. Sem sagt það gegur bara varla orðið fallegra en þetta veðrið.
Í þessari hláku hægði aðeins á lækkuninni á vatninu og er […]

Áframhaldandi hlýindi

Enn er hláka hér, það er 8 stiga hiti og gola.
Fór upp á vatn og þar er allt á floti og þarf orðið að vera á stígvélum ofan á ísnum. Það lækkar þá ekki jafn hratt í lóninu núna.
Reksturinn gengur vel og engar uppákomur en framleiðslan fer minnkandi í þessum hita því íbúar Ilulisaat þurfa […]

Umhleypingar í veðri

Það spáði snjókomu í dag og ætluðu þeir hjá Nukissiorfiit að heimsækja okkur hingað inn í virkjun á vélsleðum. Vaknaði við eitthvað skrítið hljóð í nótt og var lengi að finna út hvað það var. Þetta var vatn að renna svo ég hélt að það væri kominn leki einhversstaðar sem þyrfti að skoða í hvelli. Þá […]

Vatnið lækkar og lækkar

Það er búið að ver hálf skrítið veður núna og hefur hitinn sveiflast um 22 gráður á 4 klst. Á hádegi í gær var hér 4 stiga hiti, skýjað og smá snjóél og nokkur vindur en um morgunin hafði verið 18 stiga frost. Í dag er gola og 4 stiga frost og skýjað.
Frá því í byrjun október hefur […]

Þyrluferð

Nú er búið að vera blíðuveður og fór hitastigið upp í 5 stiga frost en sól og logn.
Nú eru bara orðnar örar ferðir hingað, það er ekki nema rúm vika frá síðustu ferð. Miðað við undanfarið þar sem það voru ferðir á mánaðarfresti er þetta bara algjör lúxus og ekkert mál að fá vörur. Þyrlan […]

Góð framleiðsla

Veðrið er búið að vera risjótt. í byrjun vikunnar var frostið -30°C en logn en svo hvessti og fór vindurinn í 32 m/sek. þá hristust búðirnar svo mikið að ég hélt að þær færu bara. Þeir sem voru áveðurs í herbergjum þurftu að fá sér auka sængur og helst að vera alklæddir í rúmminu til að […]

Ísinn sprengdur

Það er gola í dag og 20 stiga frost svo það er frekar napurt en það er samt heiðskýrt og fallegt veður.
Í gær var verið að gera klárt til að hefja gangnaframkvæmdir og meðal annars þarf að útvega vatn á borinn. Til þess var lögð lögn niður að vatninu og sprengd vök í ísinn þar […]