Færslur mánaðarins: janúar 2013

Bölvað rok

Það er búið að vera bölvað rok hér alla síðustu viku. Meðalvindur milli 10 og 20 m/sek og kviður yfir 30 m/sek. Það hefur ekkert skemmst nema flaggstöngin brotnaði. Búðirnar hristast og skjálfa og það brakar og brestur í öllu. Hitastigið hefur verið rétt yfir forstmarki nema síðustu 2 dagana rétt undir því.
Fórum upp á […]

Rebbi

Búið að vera hvasst hérna á köflum, upp í 22 m/sek en hitinn rétt yfir frostmarki og skýjað.
Framleiðslan gengur truflanalaust en er í minna lagið þar sem rafhitaketillinn í Ilulisaat er bilaður og því þurfa þeir að kynda fjarvarmaveituna með olíu.
Rebbi hefur verið að sniglast hér í kringum okkur. Settum upp gildru til að sjá […]

Daginn að lengja

Það hefur verið ágætis veður á okkur. Hægviðri, léttaskýjað og frostið frá 3 og niður í 17°C.
Framleiðslan gengur vel en þeir hjá Nukissiorfiit eru enn í vandræðum með rafhitaketilinn og eru því ekki að taka fullt afl. Erum að framleiða um 5MW að meðaltali á sólahring.
Þann 14 sáum við sólina fyrst skýna á hæsta fjallatoppinn […]

Vatnshæðarmæling

Hér er búið að vera ágætis veður undanfarna daga, logn eða hægviðri, heiðskýrt eða léttskýjað og frostið á milli 15-20 gráður.
Framleiðslan hefur gengið vel hjá okkur og hafa Nukissiorfiit menn verið að auka við rafhitakatlana svo það er meira álag á kerfinu núna. Þó hafa þessir katlar aðeins verið að stríða þeim og verið að […]

Engin sjoppa

Hér gengur allt ágætlega. Ágætis veður, hægviðri og frostið í kringum 9 gráður.
Ætluðum upp á vatn og mæla vatnshæðina en þó það sé varla snjókorn hérna þá eru þau fáu á veginum svo það var talsvert bras að komast uppeftir. Þegar út á ísinn var loksins komið átti að bora gat til mælinga var borvélin biluð […]

Kominn aftur til Pakitsoq

Jæja þá er maður kominn í sæluna aftur hér í Pakitsoq.
Ferðalagið byrjaði nú ekkert allt of vel. Flugum frá Reykjavík og þegar við vorum að fara að lenda í Ilulissat þá kom melding um stíflaða olíusíu í flugvélinni og ef hún lenti þarna þá mætti hún ekki fara í loftið aftur. Þá var púllað upp […]