Áramót

Það eru bara komin áramót. Þetta ár hefur verið ótrúlega fljótt að líða og mikið um að vera. Hér í Ilulissat/Pakitsoq má segja að hlutirnir hafi bara gengið vel. Á þessum tímapunkti í fyrra voru 2 vélar komnar í gang en samt mikið eftir. Það er nánast kraftaverk að geta klárað virkjunina í sumar með þessar vélar í gangi án þess að fá útleysingu. Það var verið að setja upp viðkvæman tölvubúnað nú eða legur og á sama tíma var verið að slípa steypu, pússa, mála og margt fleira. Þökk sé góðu og flottu samstarfsfólki að þetta gekk svona vel.

Jólaveðrið hér í Ilulissat er búið að vera ágætt, yfirleitt hægviðri, léttskýjað og hitinn frá -7 gráðum og niður í -19 gráður. Búinn að hafa það ágætt þó smá einmannaleiki gerði vart við sig um jólin. En þetta er allt búið að ganga vel.

Nokkrar jólamyndir frá Ilulissat

Hús � Ilulissat

Falleg hús á flottum stað.
Hús � Ilulissat

Lítið og krúttlegt hús eins og þau eru mörg hérna.
Sjúkrahúsið � Ilulissat

Sjúkrahúsið hér í Ilulissat
Kirkjan � Ilulissat

Kirkjan hér í Illussat
Stúlka � þjóðbúningi

Þessi unga stúlka var á jólatrésskemmtun hér. Grænlenski þjóðbúningurinn er svo fallegur.

Jæja elskurnar mínar, gangið varlega um gleðinnar dyr um áramótin. Megið þið njóta heilla á nýju ári. Horfið björtum augum á framtíðina og grípið tækifærin þegar þau gefast.

Bestu kveðjur

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Gunnar Jóhannesson
  1. janúar 2014 kl. 1.11 | Slóð

  Gleðilegt nýtt ár!

 2. Valdi
  2. janúar 2014 kl. 15.01 | Slóð

  Gleðilegt nýtt ár kall og takk fyrir frábært samstarf á Grænlandi.

 3. Bibbi
  8. janúar 2014 kl. 10.04 | Slóð

  Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnum árum.