Jólin nálgast

Það hefur verið frekar kalt hér hjá okkur í Ilulissat, frostið 16-22°C og stundum nokkur blástur með. Með vindkælingu hefur frostið farið talsvert yfir 30°C. Það hefur verið skýjað að mestu en einstaka sinnum sjást stjörnur og tungl en sólin sést ekki hér fyrr en 13 janúar aftur. Það verður aldrei alveg bjart en skíma yfir hádaginn.

Í þessum kuldum hafa íbúarnir þurft að kinda vel. Á venjulegum degi er framleiðslan um 10 MW en á kaldasta deginum fór hún upp í 12,1 MW. Virkjunin gengur vel og sinnir því sem hún á að gera með sóma.

Það er að verða nokkuð jólalegt hérna en þó virðast Grænlendingarnir ekki eins skreytingaglaðir og við Íslendingar. Það er ekki mikið um útiseríur en margar stjörnur sjást í gluggum.

Internetið datt út hjá mér á föstudagskvöldið og hefur ekki verið inni síðan. Ótrúlegt hvað það verður einmannalegra þegar maður hefur ekki þessi þægindi. Vona að komi inn í dag svo ég verði í sambandi um jólin :)

D�selvél

Það er þögn í vélasalnum og þessi aðeins keyrð til að halda henni liðugri. Það er mikil breyting frá því sem áður var. En fyrir virkjunina í Pakitsoq var brennt 6 milljón lítrum af olíu í þessum díselvélum til að sjá íbúunum fyrir raforku og svo var brennt öðrum 3 milljón lítrum í olíubrennurum til upphitunar. Það má því segja að þessi virkjun sé mjög umhverfisvæn og sparar olíubirgðir heimsins talsvert.

Varmaskiptar

Þegar díselvélarnar voru keyrðar var reynt að nýta allan varman frá þeim til upphitunar, hvort sem það var kælivatn eða afgas. Öll orkan tekin í gegnum varmaskipta og til notanda.

Fangelsi

Það er hér eins og heima að það á að efla hagvöxtinn með því að byggja nýtt fangelsi. Hér tala menn um að þetta verði flottasta hótelið í bænum, með öllum fyrsta flokks þægindum og frítt að gista þar.

Julefrokost

Var boðið í julefrokst í billjardklúbbinn hérna, flott að borða og mikið fjör. Þeir hafa svo séð aumur á mér og boðið mér að vera með þeim á aðfangadsgskvöld svo ég verði nú ekki einn.

Jólakort

Myndin er af kirkju hér í Ilulissat á Grænlandi. Þessi kirkja var á Diskó eyju en 1972 var tekin pólitísk ákvörðun um að leggja þorpið niður og flytja fólkið til Ilulissat. Það var allt skilið eftir nema kirkjan var flutt með fólkinu.

Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Ítreka enn og aftur að það er ekkert hættulegt að kvitta fyrir komuna en það er ljóst að einhverjir kíkja hér inn, það eru komnir rúmlega 1700 gestir sem hafa skoðað síðuna.

Bestu kveðjur frá Ilulissat.

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  26. desember 2013 kl. 1.59 | Slóð

  Gleðileg jól.
  Hér er búið að vera leiðindaveður og ekkert sérstök spá næstu daga. Þá er gott að vera heima og slappa af.
  Gott að heyra að allt gangi vel hjá þér og hafðu það gott.

  Kv, Stebbi

 2. Kristinn Einarsson
  26. desember 2013 kl. 20.17 | Slóð

  Gaman að fylgjast með síðunni Pétur.
  Gleðilega rest.

 3. Pétur Hemmingsen
  30. desember 2013 kl. 22.36 | Slóð

  Gleðileg jól!