Einn eftir

Það er búið að vera ágætis veður undanfarið en í dag er snjókoma, smá vindur og frostið 9°C.

Virkjunin hefur gengið vel og undanfarið hefur framleiðslan verið um 10-11 MW en í dag er aðeins hlýrra svo framleiðslan var aðeins 8,5 MW. Það munar mjög miklu hvernig veðirð er hvað orkunotkunin er mikil.

Árni Tom yfirgaf svæðið í dag á leið í jólafrí á Íslandi. Þá veit ég ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn sem er hér í Ilulissat. En þeir hjá Nukissiorfiit reyna passa upp á mig svo mér leiðist ekki of mikið. Var boðið í julefrokost í billjardklúbbinn þeirra hér á laugardaginn. Þar byrjaði gamanið kl. 12 á hádegi og ég skjögraði heim um kl. 2 um nóttina eftir talsverða drykkju, góðan mat og skemmtilegt spjall við heimamenn. Flottur klúbbur sem þeir eru með hér.

Hér koma nokkrar myndir frá Nuuk en þrufti einhvernvegin að eyða tímanum meðan ég beið eftir fluginu.

Nuuk

Gamli bærinn, gamla sjúkrahúsið er gula húsið og svo sést kirkjan vel.

Nuuk

Nuuk og glæsileg fjöll í baksýn.

Fjara og sólarlag Nuuk

Fjara og sólarlag í Nuuk.

Sendiráðsskrifstofan Nuuk

Íslenska ræðismannsskrifstofan sem ég hvet alla til að heimsækja.

Markaður Nuuk

Útimarkaður í Nuuk.

Njótið aðventunnar og hafið það sem best.

Bestu kveðjur frá Ilulissat.

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Gudmundur Thordarson
  20. desember 2013 kl. 5.53 | Slóð

  Ekki fyrir nema hetjur ad vera a svona stad yfir jol og aramot.
  Takk fyrir ad deila bloggsidunni.
  Gledileg jol og farsælt komandi ar.
  Takk fyrir samstarfid
  kvedja
  Gudmundur

 2. Guðmundur Þórðarson
  20. desember 2013 kl. 8.46 | Slóð

  Aðeins fáir útvaldir taka að sér að vera “einir” á slíkum stöðum yfir jól og áramót.
  Takk fyrir að deila þessari frábæru síðu.
  Gleðileg jól, farsælt nýtt ár og takk fyrie samstarfið
  kveðja
  Guðmundur

 3. Garðar Héðinsson
  21. desember 2013 kl. 8.17 | Slóð

  Flott síða hjá ykkur. Hafðu það gott um hátíðirnar. Jólakveðja úr Kröflu.
  Garðar