Kominn enn á ný til baka

Flaug til Nuuk á fimmtudaginn var. Þaðan átti svo að fljúga að morgni til Ilulissat en það var alltaf verið að seinnka flugi, aflýsa flugi, færa á milli fulga svo föstudagurinn fór að mestu i að bíða eftir flugi. Komst þó að lokum upp í Ilulissat. En í Nuuk hitti ég Ræðismann Íslands, Pétur, og fræddi hann mig um bæinn og Grænland, þetta var góð og skemmtileg stund.

Á laugardagsmorgni var svo flogið með þyrlu upp í Pakitsop sem hefur verið mannlaus í rúmar 4 vikur. Það var ekki laust við að það væri smá spenningur í manni að sjá hvernig barnið hefði plummað sig svona hjálparlaust :) Aðkoman var bara nokkuð góð, komust að vísu ekki inn í flugstöðina því eini snjórinn á svæðinu var fyrir dyrunum á henni :)

Í stöðinni var tekið mánaðareftirlit og þá kom ýmislegt smávegilegt í ljós sem þarf að lagfæra eða betrumbæta en í heildina má segja að stöðin líti bara vel út og búnaðurinn sé að standa sig vel. Það sem leiðinlegast er að sjá er olíusmit frá pittunum  en það er samt ekkert hættulegt.

Svo átti að fara í eftirit upp á fjall en þau fáu snjókorn sem voru í fjallinu voru á veginum svo hann var ófær. Því þurftum við að ganga uppeftir, bæði í Inntakið og Overföring. Þetta var 4 klst eftirlitsferð en í heildina var aðkoman góð á báða staðina.

Dagurinn er orðinn stuttur hér og því stuttur tími sem við höfum til að ferðast á milli með þyrlunni en hún flýgur bara sjónflug. Sólin sést ekki lengur hér og yfir hádaginn er hálfgert rökkur. Myndirnar hér að neðan eru teknar milli kl. 13 og 14 og sést að það er nú ekki alveg bjart.

dsc_0056-1.JPG

Uppi á fjallinu milli Inntaks og Overförings, horft til vesturs að virkjuninni.

dsc_0055-1.JPG

Á svipuðum stað og efri myndin en horft að jöklinum.

Kom með þyrlunni aftur á mánudaginn og er nú staðsettur í Ilulissat. Hef vinnuaðstöðu hjá Nukissiorfiit (sem er Grænlenska Ladsvirkjun) en bý í græna húsinu svokallaða.

Jæja gott að sinni og vona að það verði styttra í næsta pistil og að þið verðið dugleg að kvitta fyrir komina.

Farið vel með ykkur og njótið aðventunnar :)

Kveðja frá Ilulissat.

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Bjarni Már
  11. desember 2013 kl. 21.13 | Slóð

  Sæll Pétur
  Gaman að fá aftur fréttir og pistla frá Ilulissat. Vona að það verði jólalegt hjá þér með raflýsingu frá vatnsorkunni

 2. Pétur Hemmingsen
  12. desember 2013 kl. 23.12 | Slóð

  Áhugaverður lestur og gaman að sjá myndirnar.

 3. Júlíus Pétursson
  14. desember 2013 kl. 23.36 | Slóð

  Gaman að barnið okkar er í lagi ,skilaðu kveðju til Árna Tomm frá mér kv Júlíus