Seinasti dagurinn að sinni

Búið að vera ágætis veður hér, hægviðri, heiðskýrt og frostið 10-14 stig. Í dag er hægviðri , skýjað og -10°C.

Allt á fullu við að klára síðustu handtökin hér áður en við förum. Ætluðum að fara í dag en þyrluflugmennirnir urðu veikir og því engar þyrluflugferðir hér á svæðinu :) En þetta gefur okkur nokkra klukkutíma í viðbót til að ganga frá lausum endum. Þegar við, vonandi, förum á morgun verður stöðin mannlaus næstu 2 - 4 vikurnar ef allt gengur að óskum. Ég held bara að svæðið hafi aldrei verið mannlaust síðan framkvæmdir hófust hér árið 2010.

Fjörðurinn er allur orðinn frosinn en hef ekki farið og mælt ísinn ennþá, vötnin frosin svo það er greinilega kominn vetur þó lítið sjáist af snjónum.

Vatnið er eins og í ævintýri í Snædrottningunni, sérstaklega þegar sólin er að setjast. Hún sést nú ekki lengi hér, kemur upp kl. 9:08 og sest kl. 15:03.

Sól og sjakar

Það er hægt að sjá ýmislegt út út ísnum í þessari byrtu.

Ísjakar

Blái liturinn er alveg ótrúlegur í ísnum.

Ísinn á lóninu

Vatnið og jökulinn í baksýn, það er ekki allsstaðar greiðfært yfirferðar.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq. Hafið það sem best og njótið þess að vera til. Næsta blogg verður sennilega gert frá Ilulissat eftir ca 4 vikur.

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. guðmundur þórðarson
  7. nóvember 2013 kl. 16.19 | Slóð

  Sæll Pétur,
  Þið eruð greinilega búnir að slípa burtu alla barnasjúkdómana úr því að baby-ið getur verið án fóstru í 4 vikur. Það finnst mér ótrúlega vel að verki staðið hjá þeim sem eiga hlut að máli hjá Ístaki, ráðgjöfum, undirverktökum og Landsvirkjunarmönnum, til hamingju með enn einn flottan áfanga í rafvæðingu Grænlands.

 2. Valdi
  11. desember 2013 kl. 10.59 | Slóð

  Sælir,
  Ríflega fjórar vikur komnar og enn ekki komnar fréttir eftir fyrstu mannlausu keyrsluna. Þú mátt ekki láta mann engjast svona um af spenningi ;) Magnað hvað maður saknar frétta af staðnum.