Fallegt upp á vatni í dag

Það var fallegt veður hér í dag. Logn, heiðskýrt og 14 stiga frost.

Olli kominn til okkar til að reyna ljúka sem mestu áður en við förum héðan væntanlega alfarnir í vetur, allavega Ístaksmenn.

Kíkti aðeins upp á vatn í dag. Annað vatnið er nú frosið og er ísinn 10-15 cm þykkur og hefur hann komið síðan ég var þarna fyrir hálfum mánuði en þá var vatnið autt. Það er samt enn rennsli úr 3 vatninu niður í vatn 2 (233 mys).

Á jökli

Sólin er ekki lengi á lofti hjá okkur en það nægir til að búa til ævintýraheim þarna uppi á vatni innan um ísjakana.

Hafið það sem best og njótið vikunnar framundan.

Kveðja frá Pakitsoq

Pétur Bjarni