Og enn fækkar okkur hér

Það  var fallegt veður í dag,  2 m/sek, heiðskýrt og -8°. En í gær fengum við smá snjókomu og skafrenning.

Það er verið að vinna á leifalistum og er þetta allt saman að koma.

Nú erum við bara orðin 4 eftir hérna og hafa ekki verið svona fáir hérna síðan síðasta vetur.

Það er kominn smá snjór á veginn upp á fjall og það má ekki bæta mikið í svo hann verði ófær.

Yfirfallir úr 4 vatni

Affallið úr 4 vatni sem rennur niður í 3 vatn.

4 vatnið

4 vatnið allt frosið.

Skriðjökullinn 4 vatnið

Skriðjökullinn sem fellur ofan í 4 vatnið.

4 vatn og skriðjökullinn

Horft yfir 4 vatnið og Grænlandsjökull í baksýn.

Ég staddur við 4 vatnið

Karlinn bara nokkuð flottur þarna upp við 4 vatn.

Takk fyrir innlitið og endilega kvittið fyrir komuna, það er ekkert hættulegt, alveg satt :)

Hafið það sem best og góðar kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

4 ummæli

 1. Þorbergur
  30. október 2013 kl. 9.35 | Slóð

  Gaman að skoða þetta. Hef ekki litið við lengi.
  Er ekki klár á nöfnunum á vötnunum 1 2 3 og 4. Inntakslónið var kallað 168 og overföringsvatnið 233. Hvaða númer hafa þau, og hvar eru hin vötnin.
  Kveðja
  Þorbergur

 2. 30. október 2013 kl. 11.05 | Slóð

  Sæll Þorbergur

  Takk fyrir innlitið.
  Vatn 1 er í 186 mys.
  Vatn 2 er í 233 mys.
  Vatn 3 er í 263 mys.
  Veit ekki í hvaða hæð 4 vatnið er.
  Vötnin eru í línu meðfram jöklinum þe frá 186 til 233 og svo í sömu línu áfram.
  Vona að þetta svari einhverju.
  Kveðja
  Pétur Bjarni

 3. guðmundur þórðarson
  1. nóvember 2013 kl. 21.10 | Slóð

  Alltaf gaman að fylgjast með hérna, er samt aðeins að velta fyrir mér vötnunum, ég man frá tilboðsgerðinni að lónin eru frá vatni 186m og með veitugöngum og stýrðu lokuvirki frá vatni 233m niður í vatn 186m Er sem sagt rennsli í vatn 233 úr vatni 263 (nr.3) og vatni nr.4 til viðbótar beinni bráðnun í vatn 1 og 2 ?
  kveðja og gangi ykkur sem best
  Guðmundur

 4. 2. nóvember 2013 kl. 0.00 | Slóð

  Sæll Guðmundur
  Gaman að heyra í þér.
  Já það er rennsli frá vatni 4 í vatn 3 og svo aftur rennsli úr vatni 3 í vatn 2.
  Takk fyrir innlitið og hafðu það sem best.
  Kveðja
  Pétur Bjarni