Síðasta skipsferð

Í dag er hægviðri, snjókoma og hitinn við frostmark.

Enn eru menn að fara héðan og fór síðasta skipið héðan í dag. Það var nokkur söknuður að horfa á eftir því en verkið er að klárast og nú erum við bara 8 eftir hérna.

Verið að ferma bátinn

Verið að lesta skipið í síðasta skiptið.

Kalli kokkur og Svavar

Svavar og Kalli kokkur kátir og  klárir til heimferðar.

Mannskapurinn um borð

Skálað í síðasta bjórnum í Pakitsoq.

Siglt frá landi

Svo er bara að sigla af stað heim á leið.

Sðasta skipið farið

Síðasta skip frá Pakitsoq farið þetta árið, það liggur við að maður felli tár :)

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Kristinn Einarsson
  28. október 2013 kl. 14.57 | Slóð

  Frábært að sjá þetta Pétur. Vonandi heldur þú samt áfram að blogga þó það séu ekki margir eftir í Pakitsoq.
  Kveðja Kiddi.

 2. 28. október 2013 kl. 15.00 | Slóð

  Sæll Kiddi

  Takk fyrir innlitið.
  Já ég mun reyna halda áfram að pára eitthvað hérna.

  Kveðja

  Pétur Bjarni

 3. Hallgrímur I
  31. október 2013 kl. 15.52 | Slóð

  Læk á þetta hjá þér Pétur. Tek undir með Kidda, endilega að halda áfram ;)