Kólnar hér hjá okkur í Pakitsoq

Undanfarið hefur verið mjög gott veður hérna, logn, heiðskýrt og hitinn í kringum -4°C. En nú er frostið að aukast og er komið í -10°C og talsverður vindur með svo það er alveg skítkalt hérna núna.

Í þessum frostum er fjörðurinn að frjósa og var kominn 5-7 cm þykkur ís og of þykkt fyrir Blika að sigla en í þessum strekkingi í dag þá er hann að brotna upp aftur og orðið siglingafært.

Hef verið 2 síðustu dagana uppi á fjalli að koma varavélunum fyrir Inntakið og Overföring í gang. Það var flott að vinna þar í gær í einstaklega fallegu veðri en í dag var það alveg ískalt. En vélarnar eru klárar.

Það er skrítið að sjá að fyrsta vatnið er allt frosið og hitinn á vatninu frá því er 0,18°C. En vatn númer 2 er ófrosið þó það standi talsvert hærra og hitinn frá því vatni er bara heitt eða 1,05°C. Svo eru vötn nr. 3 og 4 vel frosin en það er samt rennsli frá þeim ennþá.

Áfram heldur brottflutningur á tækjum og búnaði svo nú liggur við að menn rífist um þá bíla sem eftir eru og ef það þarf að gera við eitthvað þá er allt farið sem þarf að nota. En einhvernvegin gengur þetta nú allt upp hjá okkur.

Efra vatnið

Furðulegt að sjá efra vatnið (vatn nr. 2) ófrosið

Innrennsli frá 3 vatni

Rennslið frá 3 vatni og niður í annað vatn.

Annað vatn

Efra vatnið ófrosið. Það er einstaklega fallegt þarna í kring.

Þriðja vatnið

Þriðja vatnið, vel frosið og spegilsléttur ís.

Ég að grpa stein

Þessi steinn var að rúlla niður hlíðina en ég rétt náði að stoppa hann áður en hann fór framaf, eða þannig :)

Bestu kveðjur úr Paktisoq og þið megið alveg kvitta fyrir komuna hingað.

Pétur Bjarni

3 ummæli

 1. Finnbogi
  24. október 2013 kl. 14.50 | Slóð

  Frábær hjá þeir þessi síða, alltaf jafn gaman að skoða myndirnar.

 2. Finnbogi
  24. október 2013 kl. 14.50 | Slóð

  Frábær hjá þeir þessi síða, alltaf jafn gaman að skoða myndirnar.

 3. guðmundur þórðarson
  25. október 2013 kl. 4.21 | Slóð

  Alltaf skemmtilegt að líta hérna við hjá þér Pétur Bjarni.
  Skil alveg og man vel hvrnig tilfinningin var þegar allur búnaðurinn var farinn. Gangi ykkur vel !