Útskipun

Það var fallegt veður hér í dag, logn en skýjað og hitin -3°C. Fjörðurinn alveg spegilsléttur og fallegur. Það er byrjuð að koma ísskán á hann og þar sem það spáir logni næstu vikuna ásamt auknu frosti er ekki ólíklegt að hann verði frosinn eftir næstu viku.

Irena, skip Royal Greenland, er við Jennybay og er verið að skipa út mestum hluta að því dóti sem Ístak hefur verið með hér á svæðinu. Sem sagt verkið er að verða búið.

Orkunotkunin í Ilulissat er milli 7 og 8,5 MW svo flestum stundum eru 2 vélar keyrðar, yfir blá nóttina er aðeins þörf á einni vél.

Vinna gengur vel upp í Overföring svo þetta er allt að hafast.

Pakitsoq fjörður

Hann er fallegur fjörðurinn í dag.

Hafið það sem best og verið óhrædd að kvitta fyrir komuna á síðuna.

Kveðja

Pétur Bjarni