Lokin nálgast

Fallegt veður hér í dag, hægviðri, heiðskýrt og við frostmarkið.

Hér hafa verið um 50 manns á svæðinu en í dag fækkaði þeim niður í ca 30 og þeir sem fóru koma sennilega aldrei hingað aftur. Það er því smá tregi í mannskapnum.

En þeir sem eftir eru vinna í frágangi á svæðinu og klára þau verk sem eftir eru. Það er aðalega hafnarbyggingin og overföring göngin sem eftir er að klára.

Vinnubúðir Ístaks Pakistoq á Grænlandi

Eins og sjá má stendur aðeins stóri kampurinn og skrifstofan eftir annað er farið.

Hafnarbyggingin

Hafnarbyggingin að verða klár ásamt olíutönkunum.

Inntakið

Inntakið að verða nokkuð flott.

Overföring göngin

Enn er nokkuð eftir uppi í overförings göngunum en samt allt á réttri leið.

Jökullinn

Skriðjökullinn í öllu sínu veldi.

Hafið það sem best, það er ekkert hættulegt að kvitta fyrir komuna :)

Kveðja úr Pakitsoq

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. Valdi
  16. október 2013 kl. 11.59 | Slóð

  Það er ekki laust við að það renni niður eitt tár þegar að maður sér fyrrum heimili sitt hverfa.

 2. Pétur Hemmingsen
  18. október 2013 kl. 12.34 | Slóð

  Flott blogg, og myndirnar ekki síðri! Skrýtið að sjá svæðið svona tómlegt.