Mættur enn á ný í “Paradís”

Það er grátt yfir en fyrsti snjórinn kom í fyrradag. Í dag er stífur vindur af jöklinum, skýjað og -2°C.

Hér er mikið búið að gerast síðan ég var hér síðast. Verið að flytja búðirnar í burtu ásamt öðru dóti. Mötuneytið var tekið í dag og var útbúið bráðabyrgðaeldhús í stóra kampinum en hann er líka sá eini sem eftir stendur.

Það er búið að gangsetja marga rafhitara í bænum svo við verðum að keyra 2 vélar til að anna álaginu.

Vatnið er frosið en fjörðurinn er auður ennþá, það var komin skán á hann í fyrradag en hún hvarf þegar það fór að blása. Fossinn er frosinn en það er samt smá rennsli í honum. Það seitlar aðeins yfir yfirfallið á vatninu svo það er meira innrennsli í það en sem nemur þvi sem við notum, það rennur líka úr efra vatninu í gegnum göngin í neðra vatnið.

Stöðin lítur orðið vel út, allt að klárast og allt að verða hreint og fínt.

2013_10_13_img_2348.jpg

Þessi flotti ísjaki var á leið okkar frá Ilulissat til Pakitsoq.

Frosinn foss

Fossinn í vatnið frosinn en þó er smá rennsli í honum ennþá.

Útfallið frá efra lóninu

Hér streymir vatnið úr efra vatninu í það neðra ég gegnum göngin.

Yfirfallið

Það er ekki mikið rennslið á yfirfallinu úr lóninu en þá smávegis ennþá.

Vatnið frosið

Lónið frosið og skriðjökullinn í baksýn.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq og hafið það sem best

Pétur Bjarni