Námskeið

Nokkur gola í dag, 4-5 m/sek, hálfskýjað og 9 stiga hiti. Sem sagt ágætis veður.

Í dag voru hér 12 manns frá Nukissiorfiit til að læra á brunakerfið, innbrotskerfið, díselvélina, loftræstikerfið og inntakið. Það var Bjarni Már sem hafði veg og vanda af þessu námskeiði. Við nutum svo hjálpar frá sérfræðingum á hverju sviði við kennsluna. Það voru allir ánægðir með þessa fræðslu þó keyrslan á þeim væri nokkuð stíf.

Áfram unnið við þrif í stöðinni og fer þetta nú að líta út eins og alvöru virkjun. Unnið að ýmsum frágangi í Portal, olíulögnum að díselvélinni, slökkvikerfi, raflögnum og mörgu fleiru.

Starfsmenn Nukissiorfiit

Hér er hluti starfsmanna Nukissiorfiit sem voru á námskeiðinu ásamt Bjarna Má.

Starfsmenn Nukissiorfiit

Og hér eru þau aftur við Adit 4 með jökulinn, lónið og ísjakana í baksýn.

lónið

Það var flott lónið í dag.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq og þið megið nú alveg kvitta fyrir komuna.

Pétur Bjarni

2 ummæli

  1. Hallgrímur I
    29. ágúst 2013 kl. 21.03 | Slóð

    Glæsilegt að sjá hlutina smella saman hvern af öðrum. Kveðjur á liðið!

  2. Pétur Hemmingsen
    30. ágúst 2013 kl. 14.38 | Slóð

    Kvittun fyrir komuna :)