Prófanir og flutningur

Búið að vera ágætis veður, skýjað, hægviðri og hitinn frá 5 og upp í 12 gráður.

Um helgina var díselvélin prófuð og gekk það mjög vel. Það var prófað í botn, allt gert rafmagnslaust og hún kom svo sjálfvirkt inn.

Loftræstingin er í prófunarferli.

Nú er verið að þrífa allt niðri í stöð fyrir afhendinguna sem á að vera 2. september og er stöðin bara að verða flott.

Byrjaði að flytja dótið mitt í portalbygginguna á laugardaginn svo það yrði laugardagur til lukku og svo svaf ég þar í fyrsta skiptið á sunnudag ( það hlýtur þá að vera sunnudagur til sælu). Þarna er ég einn í 640 fermetra húsnæði svo það er sæmilega rúmt um mann.

Gunni ætlaði að fara heim fyrir síðustu helgi og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu en þurfti að vera áfram svo hann hljóp bara maraþonið hér. Er viss um að hann hafi unnið miklu meira afrek að gera það hér þar sem hann þurfti að hlaupa tvisvar sinnum upp fjallið. Auðvitað var hann fyrstur í mark enda einn í keppninni þó ég hafi hlaupið á eftir honum alla leiðina til að mynda hann:)

Annars gengur allt vel hérna.

Gunni að hlaupa

Gunni búinn að hlaupa 30 km.

Steinn

Það er endalaust hægt að horfa á þessa steina.

Svæðið  Pakitsoq

Vinstra megin er vegurinn upp á fjall að lóninu, hægra megin er vegurinn niður að bryggju og í búðirnar. Portalbygginguna má svo sjá sem svartan blett rétt neðan og vinstra megin við miðju.

Stöðvarhúsið

Eins og sjá má er farið að hausta hjá okkur og þessi litli gróður farin að skipta litum. Þarna sést vel í Portalbygginguna.

Kveðja góð frá Pakitsoq.

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. gunnar v gunnarsson
    30. ágúst 2013 kl. 0.52 | Slóð

    Takk fyrir góða sýðu og flottar myndir