Flutningur

Það er búið að vera ágætis veður hjá okkur núna, gola, léttskýjað og hitinn frá 5 og upp í 12 gráður.

Nú er verið að dúkaleggja stórnherbergið niðri í stöðinni svo við fluttum upp í skrifstofuna í Portal og þar með erum við farnir að nota aðstöðuna að hluta þar.

Prófuðum inntakslokuna í dag. Til þess varð að stöðva allar vélar og keyra díselvélar væði hér og í Ilulissat. Prófuninn tókst vel og er allt komið í gang aftur.

Unnið í allskonar frágangi og reynt að ljúka sem mestu fyrir afhenndinguna þann 2. september.

Skrifstofan

Stjórnkerfið komið á skrifstofuna og hún að verða klár.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni