Farið að hausta

Þegar við vöknuðum í morgun var komið frost og kominn flottur ísfoss í klettavegginn við stöðvarhúsið. Þetta er fullsnemmt finnst mér og vona að það hlýni eitthvað aftur. Það er nú samt ekki hægt að kvarta mikið, sólin skein allavega í 624 klst stanslaust í sumar. Gekk ekki niður fyrir fjöllin og það kom ekki ský fyrir á þessu tímabili.

Að öðru leiti gengur allt vel hér, verið að ljúka ýmsum verkum fyrir afhendingu.

Línuúttektir vegna málningarvinnu í kringum spenna í Ilulissat ofl ofl.

Ísfoss

Vatnið hefur frosið þar sem það lekur niður klettavegginn.

Ísfoss

Hér er komminn flottur ísfoss fyrir ofan stöðvarhúsið.

Það er nú allt í lagi að kvitta fyrir komuna hingað á síðuna:)

Kveðja

Pétur  Bjarni

2 ummæli

 1. Jón Pálmason
  20. ágúst 2013 kl. 23.22 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni
  Loksins fréttir aftur frá Ilulissat. Magnaðar myndir hjá þér.
  kveðja
  Jón Pálmason

 2. Pétur Hemmingsen
  21. ágúst 2013 kl. 23.42 | Slóð

  Kvitta hér fyrir komuna á síðuna. Endilega haltu áfram að flytja fréttir frá Paakitsoq! :)