Prófunum lokið

Jæja, mættur aftur í dýrðina.

Það er búið að rigna hér í 3 daga og hitinn í kringum 5-9 stig. Byrti þó aðeins upp í morgun svona rétt til að sýna okkur hvítu fjallatoppana. Fór í smá göngutúr upp í fjall og lenti bara í mikilli snjókomu. Vona samt að haustið sé ekki alveg komið til að vera. Það er þó einn kostur við haustið en það er að flugan er farin og ekki að angra okkur meira hér þetta árið.

Nú er búið að prófa allar vélar í bak og fyrir og gekk allt vel. Útkoman nokkurnvegin eins og menn bjuggust við. Það er mikið búið að gerast hér síðan ég var hér síðast. Í síðustu viku var síðasta sprengingin uppi í overföring göngunum, hún var upp í gegnum botnin á vatninu og fór allt eins og ætlað var. Það er verið að koma díselvélinni fyrir í hafnarbyggingunni og frágangur uppi í overföring. Svo er unnið að ýmiskonar lokafrágangi á svæðinu.

Spegnun

Búkollan speglast flott í vatninu, eins og hún sé tvöföld.

D�selvél

Verið að koma díselvélinni fyrir á sinn stað í hafarbyggingunni.

Flugstöðin

Vindpokinn kominn á flugstöðina.

Overföring göngin

Stjórnlokarnir í Overföring göngunum.

Vinnubúðirnar

Það er aðeins að verða haustlegt hérna hjá okkur og ef vel er að gáð má sjá snjó á fjallatoppunum.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni