Prófanir á vél 1

Í dag er hægviðri, skýjað og 13°C. Undanfarið hefur verið hægviðri, sól og grimm fluga.

Höfum verið í prófunum á vél 1 og hafa þær gengið það vel að við erum á undan áætlun. Nú er bara beðið eftir Spútnik til að ljúka prófunum. Það hefur ekkert komið uppá og þennan auka tíma sem við fengum er verið að nota í uppsóp á ýmsu smávægilegu sem þarf að gera.

Annað á svæðinu gengur vel. Uppi í overföring er steypt á fullu í kringum rörin. Uppi í inntaki er unnið að lagfæringum í rafmagni. Allt á fullu í hafnarbyggingunni og mætti málarinn í dag til að byrja mála rafmangsherbergið þar.

Er að fara heim á morgun og Kristján að koma og lýkur hann við þessar prófanir.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni