Opinn dagur

Í dag er sól og blíða, smá gola til að halda flugunni í burtu, sem sagt eins gott og það getur verið.

Í gær var tekið vel til í stöðinni því í dag er opinn dagur og íbúum Ilulissat boðið hingað í skoðunarferð og kaffi.

Í gær var vél 1 einnig látinn snúast í fyrsta skiptið og auðvitað var haldið happadrætti um það hvar vélin stoppaði. Það happadrætti vann Manni hjá Orkuvirki og fékk hann vel útiláinn skamt af bjór í verðlaun.

Göngin

Aðkomugöngin í stöðvarhúsið.

Spennahellirinn

Spennahellirinn.

Vélasalurinn

Vélasalurinn, vél 1 hérna næst.

pitturinn

Túrbínupitturinn á vél 1.

Inntakslokinn

Inntakslokinn fyrir vél 1.