Spútnik

Lágskýjað í dag og hitinn 10°C.

Búið að lagfæra olíuleka á vél 2 og verið að vinna í því sama á vél 3.

Prófanir halda áfram á vél 1 og loftræstikerfinu.

Uppsetning á Spútnik gengur vel. Spútnik er rafhitaketill sem á að nota við álagsprófanir og á að geta eytt 15 MW af orku.

Spútnik

Spútnik

Hafnarbyggingin

Hafnarbyggingin langt kominn.

Pakitsoq fjörður

Pakitsoq fjörður, innst í firðinum sést hvar skriðjökullinn skríður fram. Magnaður steinninn uppi á klettinum.

Kveðja frá Grænlandi

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. Júlíus ragnar Péturs
  12. júlí 2013 kl. 8.38 | Slóð

  og mikil fluga ?

  Já Júlli það er mikil fluga og eru nokkrir eins og fílamaðurinn eftir þær:)

  Kveðja

  Pétur Bjarni

 2. guðmundur þórðarson
  16. júlí 2013 kl. 16.55 | Slóð

  Gaman að sjá Spútnik gera gagn aftur, hann stóð sig með prýði í Sisimiut virkjun, reyndar frostsprakk einn af lokunum um leið og prófunum lauk.