Prófanir

Það er búið að vera skýjað og hitinn um 10-14 gráður og alveg vitlaus fluga.

Það er búið að setja vél 1 saman og prófanir á merkjum byrjaðar. Einnig er verið að prófa háspennurofana fyrir vélina. Spútnik er kominn vel á veg.

Steypuvinna heldur áfram upp í overföringgöngunum og lokarnir þar eru á lokastigi.

Það er byrjað að flytja tæki í burtu svo það er merki um að verklok nálgast.

Það eru um 70 manns á svæðinu og mikið um að vera.

Gott að sinni og kveðja góð frá Pakitsoq

Pétur Bjarni