Fossinn fyrir neðan yfirfallið

Hér er búinn að vera blíða undanfarið, logn, heiðskýrt og hitinn um 13-16°C yfir daginn. Þetta þíðir að sjálfsögðu nóg af moskító sem við erum nú ekkert hrifin af. Í dag var talsverð gola en sól og heiðskýrt og það þíðir enga moskító sem er frábært.

Prófanir eru að byrja á vél 1. Verið að steypa upp í overföring í kringum rörin. Gipsklæða í hafnarbyggingunni, standsetja Spútnik og margt fleira. Sem sagt mikið um að vera.

Hér eru myndir af fossinum fyrir neðan yfirfallið frá því í vetur, í vor og svo núna í sumar. Það er mikill munur á fossinum eftir árstíðunum.

Foss vetur

Svona var fossinn í vetur, frosinn og flottur.

foss vor

Í vor var allur ís farinn og vatn byrjað að seitla. Ef vel er að gáð má sjá Albert standa í klettunum vinstra megin við fossinn.

Foss sumar

Viku eftir vormyndina var fossinn orðinn svona. Þarna fer mikið ónotað vatn til sjávar.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq

Pétur Bjarni