Miklar breytingar

Það er svalt veður hérna núna og í gær snjóaði í fjöll. En það er fallegt veður, alveg logn, skýjað og 6 stiga hiti.

Fór og skoðaði yfirfallið í gær. Þar eru miklar breytingar frá því um síðustu helgi.

Yfirfallið

Hér eru Pétur og Albert í yfirfallinu fyrir viku síðan.

Yfirfall

Þessi mynd er af sama stað (Gat ekki tekið hana frá nákvæmlega sama stað þar sem sá staður var á kafi í vatni) en tekin í gær. Það er hætt við að þeir félagar hefðu blotnað núna ef þeir hefðu verið á sama stað.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

2 ummæli

 1. Pétur Hemmingsen
  1. júlí 2013 kl. 22.21 | Slóð

  Blessaður nafni. Þetta er skemmtileg síða, og ekki leiðinlegra þegar það birtist mynd af mér þarna! Held að heimsfrægðin sé á næsta leiti! :)

 2. Stefán Stefánsson
  4. júlí 2013 kl. 18.51 | Slóð

  Það er gaman að fylgjast með ykkur.

  Kv, Stebbi