Mikið um að vera

Veðrið hefur verið ágætt undanfarið en seinustu 2 dagana er búi að vera skýjað og hitinn um 6°C en þar áður bara sól og blíða.

Það eru 63 starfsmenn á svæðinu núna og því mikið að gerast. Unnið á öllum vígstöðvum, upp í overförings göngunum, stöðvarhúsinu, portal, hafnarbyggingunni, flugstöðinni og víðar. það er langt komið með að setja vél 1 saman og verður farið í þurrprófanir á henni í næstu viku. Næsta vika fer einnig í að jafnvægisstilla vél 2 og svo hafa verið smá lagfæringar á vél 3. Þakið að verða klárt á hafnarbyggingunni og byrjað þá því í flugstöðinni. Steypuvinna í kringum rörin og lokana upp í overföring er rétt byrjuð.

Vatnið hjá okkur er orðið fullt og komið á yfirfall, 187,65 mys svo nú rennur hellingur af vatni til sjávar er er það bara töpuð orka.

Gott að sinni og kveðja góð

Pétur Bjarni