Fyrsti dagur í moskító biti

Mættur aftur á svæðið og Kristján farinn í frí.

Veðrið hefur verið gott, heiðskýrt, sól, hitinn 15-17°C og sem betur fer smá gola. Það er bara þægilegt að vera niðri í stöð í þessu veðri því það er víðast hvar of heitt nema þar.

Það er ekki mikil fluga kominn ennþá en fékk samt fyrstu 2 bitin í gær og svo hafa þær kjamsað vel á mér í nótt.

Það verður alltaf meiri sumarstemming hérna og gróðurinn er að taka við sér.

Samsetning á vél 1 gengur ágætlega og nú í þessu var verið að setja rafalakælinn á sinn stað. Orkuvirkismenn eru að setja aflrofann á sinn stað og Rafmiðlunarliðið að klára að tengja vélina. Ístaksmenn vinna í hafnarbyggingunni og að setja upp iðnaðarhurðir í Portal. Innsetning á pípum uppi í overföringsgöngm er að hefjast.

Undanfarna daga hefur hækkað í lóninu um 1 meter á sólarhring og er vatnshæðin komin í 185,53 mys. Ég áætla að vatnið verði komið í fulla hæð á morgun og fari þá á yfirfall.

Fyrsta siglinginn hingað var 13. júní og nú er allur ís farinn af firðinum en samt nóg af honum fyrir utan fjörðin og gerir siglingar varasamar.

Það kvitta ekki margir fyrir komuna inn á síðuna en það virðast samt einhverjir hafa áhuga á henni því að koma um 100 spam skráningar inn á hana á dag. Skil ekki þá ástríðu að nenna að fara inn á einhverja síðu og skrifa eitthvað bull hvað eftir annað. En þið hin megið gjarnan vera duglegri að kommenta á síðuna.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Sigling

Siglinngarnar hingað til Pakitsoq eru varasamar vegna ís.

Lónið og fossinn

Ísinn af vatninu er að mestu farinn, það eru bara brot úr skriðjöklinum þarna á sveimi. Liturinn á vatninu er ekki sérlega fallegur í þessum leysingum og nú er komið talsvert vatn í fossinn.

gróður

Sumarið að koma og gróðurinn að taka við sér.

3 ummæli

 1. Bjorn Kjartansson
  26. júní 2013 kl. 19.52 | Slóð

  Sæll gaman að lesa pisstlana þína þori ekki annað en að skrifa eithvað svo við sem lesum þetta verðum ekki skömmuð meira kv.Bjössi

 2. Stefán Stefánsson
  26. júní 2013 kl. 23.07 | Slóð

  Gaman að fylgjast með ykkur.

  Kveðja,
  Stebbi

 3. Hallgrímur I
  28. júní 2013 kl. 10.04 | Slóð

  Ég heyri í moskító vargnum alla leið til SWE. Vona að þetta verði nú bærilegt samt