Allt á fullu

Í gær fór hitinn í fyrsta skiptið í 2 stafa tölu, fór í 11°C og í dag er hitinn 13°C og sól. Það má segja að það hafi verið logn síðustu 4 vikurnar en í dag er smá gustur svo það ætti að ganga vel á ísinn núna.

Hér í stöðvarhúsinu er allt á fullu núna og fullt af mannskap. Byrjað að setja vél 1 saman og unnið bæði í túrbínu og rafala. Búið að steypa plötuna í hafnarbyggingunni, unnið í raflögnum í stöðinni og í Portal. Loftræstingin vonandi á síðustu metrunum og verið að setja gólfið í 400 V herbergið.

Er að fara heim í frí í 2 vikur á morgun svo hafið það sem best þar til næst.

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið og sérstaklega þeim sem kvitta fyrir sig:) og vona að þið hafið eitthvað gaman af þessu pári mínu.

Kveðja úr Pakitsoq

Pétur Bjarni

Á gangi fyrir ofan fossinn

Á göngu með Kristínu, lækninum okkar, fyir ofan lónið og fossinn.

Kanadagæsir

Kanadagæsapar á tjörninni fyrir framan Portalbygginguna.

Á jökli

Í göngu á jöklinum, hann var sumstaðar glerháll og þar sem það er búinn að vera mikil hláka þá var vatn í öllum lægðum. Því ver erfitt að komast um hann án þess að blotna.

sinn á lóninu

Það geta myndast allskonar göng og hellar í ísnum þegar hann fer að bráðna.

sinn á lóninu

Kristín fyrir framan stóran ísjaka sem er að brotna niður með miklum látum.

2 ummæli

  1. guðmundur þórðarson
    8. júní 2013 kl. 10.46 | Slóð

    Flott framtak Pétur !

  2. Hallgrímur I
    9. júní 2013 kl. 12.20 | Slóð

    Takk fyrir fréttirnar Pétur, fróðlegt og skemmtilegt.